Skilmálar

Takk fyrir að heimsækja heimasíðu okkar https://www.holltlif.is. Með því að nota Hollt líf vefsíðuna er mögulegt að panta þjónustu við undirbúning og afhendingu máltíða sem tilgreindar eru á vefsíðunni.

Pantanir
Til að leggja inn pöntun þarf að skrá sig inn á síðunni holltlif.is.

Eftir að búið er að velja rétt matarplan, kaloríu fjölda, afhendingardag og staðfesta pöntun mun rétt upphæð verða dregin af greiðslukorti.

Ef ekki fæst heimild verður pöntunin ekki afgreidd. Seljandi áskilur sér rétt til að hætta við pöntunina ef rangar upplýsingar eru um afhendingarstað. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.

Ef þú þarft mat fyrir miðvikudaginn, seinasti pöntunardagur fyrir það er sunnudagur, þá færðu matinn þriðjudagskvöldið. Til að fá mat fyrir sunnudag og mánudag, þarf að panta á fimmtudegi. Helgar sendingar verða afhentar á laugardagskvöldum fyrir tvo daga-sunnudag og mánudag.

Þú getur hætt við eða breytt degi eða afhendingarstað einum virkum degi áður en þjónustan er veitt, annars verður pöntunin afgreidd og pöntunaraðili rukkaður.

Breyting á innihaldi
Í einstaka tilfellum getur réttur verið örlítið frábrugðinn því sem auglýst er á heimasíðunni. Það orsakast helst af því að tiltekið hráefni fæst ekki afgreitt af birgja, við reynum okkar besta í að fá sambærileg hráefni, og alltaf í sama kaloríufjölda.

Afhending
Afhending er innifalin í verði pöntunarinnar og það er engin möguleiki að sækja. Pantanir eru afgreiddar þar næsta virka dag eftir að pöntun er lögð fyrir.
Það er ekki hægt að breyta matseðlinum á nokkurn hátt.

Veður
Óviðráðanlegar aðstæður, eins og slæmt veður, geta komið upp. Áskiljum við okkur rétt til að fresta afhendingu ef svo reynist. Matarpakkanum verður reynt að koma til skila næsta dag og í samræmi við matseðilinn þann dag.

Þegar þú pantar, viljum við biðja um að gefa upp mjög nákvæmar upplýsingar í athugasemdunum um móttöku pakka, stað og áætlaðan tíma.

Heimsending og afhending matarpakka
Í pöntunarferlinu skrifar þú athugasemdir um hvar þú vilt að við skiljum pakkann eftir ef þú ert ekki heima. Þú gætir óskað eftir því að pakkinn sé skilinn eftir fyrir utan húsið, í garðinnum, hjá nágrannanum eða hvað sem hentar þér best. Ef ekkert er tekið fram er pakkinn skilinn eftir í anddyri/stigagangi ef um ólæst fjölbýlishús er að ræða, eða fyrir utan dyrnar. Ef að pöntunarfrestur er runninn út er ekki hægt að breyta heimsendingu. Einungis er hægt að fá afhent á þann stað sem getið er til um við pöntun.

Afhending fer fram á virkum dögum innan þeirra tíma sem tilgreindir eru á pöntunarforminu. Viðskiptavinurinn getur tilgreint á pöntunarforminu ákjósanlegan afhendingartíma innan fyrirliggjandi tíma, þó að þeir séu ekki bindandi fyrir seljandann – seljandinn getur afhent pöntunina innan alls tiltekins tíma. Ef um er að ræða daga sem eru ekki virkir dagar, er afhending máltíða þessa dagana sem hluti af þjónustunni gerð á síðasta viðskiptadegi á undan þeim dögum, nema þjónustuaðilinn og viðskiptavinurinn séu sammála um annað.

Lög og varnarþing
Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi.