Ofnæmis- og óþolsvaldar

Í matvörum okkar geta verið eftirfarandi ofnæmis- og óþolsvaldar:

1. Kornvörur sem innihalda glúten: Hveiti, rúgur, bygg, hafrar, spelt, taumhveiti (kamut) eða blendingar þeirra og afurðir úr þeim.
2. Krabbadýr og afurðir úr þeim.
3. Egg og afurðir úr þeim.
4. Fiskur og fiskafurðir.
5. Jarðhnetur og afurðir úr þeim.
6. Sojabaunir og afurðir úr þeim.
7. Mjólk og mjólkurafurðir (þ.m.t. laktósi).
8. Hnetur: Möndlur, heslihnetur, valhnetur, kasjúhnetur, pekanhnetur, parahnetur, pistasíuhnetur, goðahnetur eða queensland hnetur (Macadamia hnetur) og afurðir úr þeim.
9. Sellerí og afurðir úr því.
10. Sinnep og afurðir úr því.
11. Sesamfræ og afurðir úr þeim.
12. Brennisteinsdíoxíð og súlfít: í styrk yfir 10 mg/kg eða 10 ml/lítra og gefið upp sem heildarstyrkur SO2.
13. Lúpína og afurðir úr henni.
14. Lindýr og afurðir úr þeim.