Afhending

Daglegar afhendingar pöntunarinnar upp að dyrum? Já! Það er mögulegt með okkur. Óháð því hvort þú pantar mataræði heim eða í vinnunna, munum við gera okkar besta svo að þú njótir bragðsins af hollum og jafnvægum máltíðum á hverjum degi. Og mundu að afhendingarþjónustan er ókeypis!

Við afhendum pantanir á höfuborgarsvædinu og Akranesi.

Sendlar okkar afhenda matarsettin frá mánudegi til laugardags. Ef um er að ræða helgarpantanir, afhendum við mat fyrir á laugardögum milli 15:00-18:00 fyrir tvo daga: sunnudag og mánudag.

Við afhendum matinn á höfuðborgarsvæðinu seinni part dags, frá klukkan 17:00 til 20:00, sendingar á Akranesi eru afhentar að kvöldi frá 20-21 daginn eftir pöntun. T.d. þú þarft mat fyrir miðvikudaginn, seinasti pöntunardagur fyrir það er sunnudagur, þá færðu matinn þriðjudagskvöldið. Til að fá mat fyrir sunnudag og mánudag, þarf að panta á fimmtudegi.

Tímarnir sem valdir eru á pöntunarforminu eru æskilegir og geta verið örlítið frábrugðnir raunveruleikanum, en við munum gera okkar besta til að skila matarsettinu þínu á völdum tíma.

Upplýsingar um afhendingu
Vinsamlegast fylltu eins mikið af afhendingarupplýsingum og mögulegt er á pöntunarstiginu til að auðvelda afhendingu matsins. Þú getur slegið þau inn í reitinn „athugasemdir fyrir sendlinn“. Allar viðbótarupplýsingar, svo sem kallkerfisnúmer, hæð og vísbending um hvar eigi að fara skila pakkanum, munu auðvelda störf sendli okkar. Ef þú skilur reitinn eftir auðan geturðu búist við því að sendillinn muni hafa samband við þig.

Afhending í bílakæli
Áhverjum degi afhendum við sendingar okkar með því að viðhalda stöðugri kælingu. Með því að nota sendimátann okkar getur þú verið viss um að maturinn þinn sé í stöðugri kælingu frá því hann er búinn til þar til hann er afhentur þér við dyrnar.